Ellefu manna vörn vinnur ekki á Keflavík!
Keflavíkurstúlkur gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn í kvöld og unnu auðveldan útisigur á Haukum 1-5. Lið Keflavíkur er fyrna sterkt um þessar mundir og hafa stelpurnar skorað 43 mörk en aðeins fengið á sig eitt. Guðný Þórðardóttir skoraði fjögur mörk fyrir Keflavík og Hrefna eitt. Leikurinn fór að langmestu leiti fram við mark Hauka og réðu Keflavíkurstúlkur lögum og lofum í leiknum. Haukastúlkur skoruðu í upphafi seinni hálfleiks og kom markið upp úr einu sókn Hauka í leiknum.
,,Liðin vita það að þau bara verða að verjast á móti okkur og því eru 11 manns í vörn. Þar af leiðand er verkefnið bara að finna leiðir að markinu gegn svo fjölmennri vörn,“ segir Ásdís þjálfari Keflavíkurliðsins sem er sátt við stigin þrjú en ekki markið sem liðið fékk á sig.
VF-mynd: Úr myndasafni