Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ellefu leikmenn 2. flokks skrifuðu undir samninga
Föstudagur 12. nóvember 2010 kl. 16:10

Ellefu leikmenn 2. flokks skrifuðu undir samninga

Ellefu leikmenn 2. flokks skrifuðu undir samninga við knattspyrnudeild Grindavíkur í gærkvöldi. Samningarnir gilda á meðan þeir spila í 2. flokki, í flestum tilfellum í þrjú ár. Þar með eru flest allir leikmenn 2. flokks komnir á samning sem er nýlunda hjá knattspyrnudeildinni sem vill með þessu hlúa enn betur að þessum flokki.

Grindavík hefur verið í samstarfi með Njarðvík undanfarin þrjú ár með 2. flokk. Grindavík tók þá ákvörðun að tefla fram eigin 2. flokki á næstu leiktíð en öflugur árgangur er að koma upp í flokkinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni eru leikmennirnir sem skrifuðu undir samning í gærkvöldi:

Efri röð frá vinstri: Arnar Már Ólafsson, Þorlákur Ari Ágústsson, Jón Unnar Viktorsson, Bragi Bergmann Ríkharðsson, Gylfi Örn Öfjörð og Heimir Daði Hilmarsson.
Neðri röð frá vinstri: Ásgeir Sigurjónsson, Sævar Guðmundur Ólafsson, Gunnar Jón Ólafsson, Sigurbjörn Elí Gautason og Jón Valdimar Sævarsson.

Áður höfðu Guðmundur Egill Bergsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Benóný Þórhallsson og Lórenz Óli Ólason skrifað undir samninga.