Ellefu frá Suðurnesjum í Íslandsmótið
Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudagsmorgun á Hvaleyrinni í Hafnarfirði þar sem 180 keppendur skráðu sig til leiks en færri komust að en vildu þar sem aðeins 150 geta keppt í mótinu. Alls verða 11 kylfingar frá Suðurnesjum í mótinu en þetta er í 65. sinn sem Íslandsmótið er haldið.
Kylfingarnir frá Suðurnesjum eru eftirfarandi:
GS:
Atli Elíasson, Bjarni Sigþór Sigurðsson, Bragi Jónsson, Davíð Jónsson, Davíð Viðarsson, Gunnar Þór Jóhannsson, Ólafur Hreinn Jóhannesson, Sigurður Jónsson, Örn Ævar Hjartarson og í kvenna flokki er Heiða Guðnadóttir.
GSG:
Svavar Grétarsson
VF-mynd/ Örn Ævar þykir líklegur til afreka í mótinu en hann hefur verið að leika feikilega vel að undanförnu.