Ellefta ár Jóhanns í atvinnumennsku gengið í garð
Tímabilið hjá GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst á sunnudag en með GAIS leikur hinn öflugi kappi úr Garðinum Jóhann Birnir Guðmundsson. Jóhann er að hefja sitt ellefta ár í atvinnumennskunni en hefur verið að glíma við nárameiðsli á undirbúningstímabilinu.
Jóhann mun vera búinn að ná sér af nárameiðslunum og hefur síðustu vikur verið að koma sér í leikform. GAIS hefur leiktíðina á sunnudag eins og fyrr greinir og fer leikurinn fram á heimavelli GAIS þegar Eflsborg koma í heimsókn.