Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías skoraði í stórsigri - fyrsti leikur Samúels í Bundesligunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 23. febrúar 2020 kl. 12:03

Elías skoraði í stórsigri - fyrsti leikur Samúels í Bundesligunni

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur verið á skotskónum með hollenska B-deildarliðinu Excelsior að undanförnu. Í vikunni skoraði hann tvö marka í 6:4 sigri á Den Bosch og það var fimmta mark hans í síðustu þremur leikjum. Þá fiskaði Elías víti sem liðsfélagi hans skoraði úr.

Elías Már var valinn maður leiksins í þessum markaleik. Hann er 14. markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig en liðin í 3.-8. sæti fara í umspil. 

Hér má sjá mörkin úr leiknum í Hollandi.

Annar Keflvíkingur í atvinnumennskunni, Samúel Kári Friðjónsson lék sinn fyrsta leik í þýsku Bundesligunni sem er efsta deildin í Þýsklandi, með liði sínu Paderborn þegar liðið mætti stórliði Bayern Munich. Stórliðið vann 3:2.