Elías skoraði í sænska bikarnum
Keflvíkingingurinn Elías Már Ómarsson skoraði annað mark Gautaborgar í 3-2 sigri á Ljungskile í sænska bikarnum í fótbolta. Deildarkeppni í Svíþjóð hefst þann 1. apríl en bikarkeppnin fer fyrr af stað. Elías fékk góða einkunn fyrir sitt framlag hjá sænskum miðlum. Þar er m.a. sagt að hann hafi stöðugt skapað hættu og verið iðinn allan leikinn.