Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías skoraði bæði mörk Vål­erenga í 2-1 sigri
Mánudagur 6. júlí 2015 kl. 00:57

Elías skoraði bæði mörk Vål­erenga í 2-1 sigri

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Vål­erenga á Odd Ball­klubb í gær. Þetta var þriðji leikur Elíasar og fyrstu mörk kappans með norska liðinu.
Seinna mark Keflvíkingsins var sérlega fallegt en þá lék hann á varnarmann Odd og skildi hann eftir nánast í sporunum. Skaut svo á nærstöngina sem kom markverðinum á óvart, glæsilegt mark, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Stuðningsmenn liðsins héldu ekki vatni á samfélgsmiðlum og hrósuðu Keflvíkingnum unga fyrir frábæra frammistöðu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024