Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías orðinn markahæstur í Hollandi
Elías skorar gegn MVV Maastricht.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 19. október 2020 kl. 10:23

Elías orðinn markahæstur í Hollandi

Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson er markahæsti leikmaður hollensku B-deildarinnar í knattspyrnu en hann skoraði en hann skoraði í 2-0 sigri Excelsior á MVV Maastricht síðasta föstudagskvöld.

Þetta var níunda mark Elíasar en hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í haust. Þetta var níunda mark hans í áttunda leiknum á tímabilinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Julian Bass kom Excelsior í forystu á 52. mínútu. Elías skoraði annað markið þremur mínútum síðar. Góður sigur fyrir Excelsior sem er í þrettánda sæti deildarinnar.

Elías er markahæsti maður deildarinnar sem stendur með 9 mörk en næstur á eftir honum er Sydney van Hooijdonk, leikmaður NAC Breda, með átta mörk.