Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Elías og Samúel í U-19 landsliðshópnum
Þriðjudagur 12. febrúar 2013 kl. 13:26

Elías og Samúel í U-19 landsliðshópnum

Keflvíkingarnir Elías Már Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson eru í U-19 ára landsliðshópnum sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum 19. og 21. febrúar. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur.

Elías Már er fæddur árið 1995 og hefur þegar leikið þrjá leiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk. Þá lék hann níu leiki með U-17 ára landsliðinu og skoraði þar eitt mark. Elías lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Keflavík síðasta sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samúel Kári er fæddur 1996 og á að baki 11 leiki og tvö mörk með U-17 ára landsliðinu.  Hann var í leikmannahópi Keflavíkur í Pepsi-deildinni síðasta sumar en lék ekki.

Þess má geta að sjúkraþjálfari U-19 ára liðsins er Keflvíkingurinn Gunnar Örn Ástráðsson.