Elías og Ingvar léku í sigri gegn Kanada
Suðurnesjamenn áttu tvo fulltrúa í A-landsliði Íslands, sem bar sigruorð af liði Kanada í vináttuleik í knattspyrnu, sem fram fór í Flórída í gær. Þar var um að ræða Njarðvíkinginn Ingvar Jónsson markvörð, og Keflvíkinginnn unga Elías Má Ómarsson, sem lék sinn fyrsta landsleik með A-liðinu í gær. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Íslands, en okkar menn komu inn á sem varamenn í seinni hálfleik. Liðin mætast aftur á mánudag.