Elías og Daníel í U-21 liði Íslands
Tveir Suðurnesjamenn eru í hóp Íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu karla sem leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2017 í byrjun september. Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson sem leikur með Gautaborg er í hópnum og sömuleiðis Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson sem leikur með Álasund í Noregi.