Elías Már valinn leikmaður mánaðarins í Hollandi
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson var kjörinn leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af sjónvarpsstöðinni Fox Sports sem ermeð sjónvarpsrétt deildarinnar.
Hann var í miklu stuði í síðustu leikjum og þá gerði hann þrennu og m.a. Sigurmarkið í 5-4 sigri Excelsior á Heracles. Elías Már skoraði síðan eitt mark í 4-2 sigri liðsins á AZ Alkmaar í lokaumferð hollensku deildarinnar.
Á vefsíðunni Íslendingavaktin má sjá mörk Elíasar.