Elías Már valinn í A-landsliðið
Arnór Ingvi ekki með sökum meiðsla
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson var nokkuð óvænt kallaður í hóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback völdu fyrir vináttuleiki gegn Kanada í Flórída þann 16 og 19. janúar næstkomandi.
Elías sem er 19 ára hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var í sumar valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Elías er einn sex nýliða í hópnum þar sem einn annan Suðurnesjamann má finna, markvörðinn Ingvar Jónsson sem nú leikur í Noregi. Eins var Arnór Ingvi Traustason valinn en hann getur ekki tekið þátt sökum meiðsla.