Elías Már til Hollands
Keflvíski atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Elías Már Ómarsson er á leið til hollenska liðsins Exelsior frá IFK Gautaborg í Svíþjóð. Elías skrifar undir þriggja ára samning við hollenska liðið.
Elías lék áður með Välerenga í Noregi eftir að hann fór frá Keflavík 2014. Hann skoraði 8 mörk í 12 deildarleikjum með sænska liðinu í sumar, þar á meðal þrennu nýlega.
Keppni í hollensku úrvalsdeildinni er hafin en auk Elíasar er annar Íslendingur í liðinu, Mikael Anderson. Nokkrir fleiri Íslendingar eru hjá liðum í Hollandi, þar má helst nefna Alberg Guðmundsson sem leikur með Hollandsmeisturum PSV.