Elías Már skorar með þriðja markið sitt í Svíþjóð
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði í sigurleik IFK Gautaborgar sem vann Örebro 3-2 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld.
Elías skoraði markið úr langskoti og þetta var þriðja mark hans fyrir félagið nú í haust. Elías kom til Gautaborgar frá Välerenga í Noregi fyrir tímabilið.
Sjáið myndband af markinu hans Elíasar hér.