Elías Már skorar fyrir undir 17 ára lið Íslands
Norðurlandamót U17 landsliða karla stendur yfir þessa dagana þar sem Ísland teflir fram tveimur liðum. Tveir efnilegir drengir úr Keflavík eru í hópnum en það eru þeir Elías Már Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson. Þeir félagar leika með sitthvoru liðinu.
Elías Már skoraði eitt af mörkum Íslands A sem sigraði Færeyjar í með þremur mörkum gegn engu í A-riðli mótsins í dag. Samúel Kári lék svo allan tímann í liði Íslands B sem gerði 1-1 jafntefli gegn Finnlandi í B-riðli mótsins.