Elías Már skoraði tvö í fyrsta leik tímabilsins
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk þegar Excelsior vann Jong PSV í fyrstu umferð hollensku B-deildarinnar í knattspyrnu. Elías og félagar hans í Excelsior unnu stórsigur 1:6 á útivelli.
Keflvíkingurinn skoraði fimmta mark liðsins á 80. mínútu og bætti svo við sjötta markinu á 89. mínútu en Elías var í byrjunarliðinu.