Íþróttir

Elías Már skoraði tvö í fyrsta leik tímabilsins
Elías Már nr. 9 skoraði tvö mörk fyrir Excelsior.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 30. ágúst 2020 kl. 12:20

Elías Már skoraði tvö í fyrsta leik tímabilsins

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk þegar Excelsior vann Jong PSV í fyrstu umferð hollensku B-deildarinnar í knattspyrnu.  Elías og félagar hans í Excelsior unnu stórsigur 1:6 á útivelli.

Keflvíkingurinn skoraði fimmta mark liðsins á 80. mínútu og bætti svo við sjötta markinu á 89. mínútu en Elías var í byrjunarliðinu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl