Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías Már með þrennu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 10. nóvember 2020 kl. 20:13

Elías Már með þrennu

Keflvíski framherjjinn Elías Már Ómarsson heldur áfram að hrella markverði í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3:0 sigri á TOP Oss í kvöld.

Elías hefur verið iðinn við kolann í haust og hann er núna kominn með 13 mörk í deildinni og tvö í bikarnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er spurning hvort Elías fari ekki að gera alvöru tilkall til sætis í landsliðinu?