Elías Már með þrennu
Elías Már Ómarsson, leikmaður IFK Göteborg skoraði þrennu í 3-0 sigri liðsins á Brommapojkarna en fréttir af sölu leikmannsins frá liðinu fóru í loftið í síðustu viku. Elías er markahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili og er tölfræði Elíasar frábær en leikmaðurinn hefur skorað átta mörk á 693 mínútum. Fótbolti.net greinir frá þessu.
Fimmtán leikir eru búnir af tímabilinu hjá Göteborg og hefur Elías komið við sögu í ellefu þeirra en Elías hefur ekki skorað neitt mark úr vítaspyrnu og gerir mark á rúmlega 86 mínútna fresti í sænsku úrvalsdeildinni.