Elías Már heldur áfram að hrella markverði
Elías Már Ómarsson heldur uppteknum hætti með hollenska B-deildarliðinu Excelsior en hann skoraði tvö mörk í 3:0 sigri liðsins á Maastricht í fyrrakvöld.
Elías hefur verið á skotskónum undanfarnar vikur og er kominn með ellefu mörk á tímabilinu.
Elías lék allan leikinn og skoraði ekki bara tvö mörk heldur lagði upp það þriðja. Liðið er í baráttu um að koma í umspilssæti og er í 6. sæti.