Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías Már búinn að opna markareikninginn í Frakklandi
Elías Már í sínum fyrsta leik með Nimes um síðustu helgi. Mynd af Facebook-síðu Nîmes Olympique
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 8. ágúst 2021 kl. 10:57

Elías Már búinn að opna markareikninginn í Frakklandi

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson sem skipti frá hollenska liðinu Excelsior til franska B-deildarliðsins Nimes nýlega opnaði markareikning sinn fyrir franska félagið í gær.

Nimes mætti Valenciennes á útivelli og var Elías Már í byrjunarliði í sínum öðrum leik fyrir Nimes. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Keflvíkingurinn liði sínu yfir með góðum skalla eftir hornspyrnu (55'). Nimes bætti tveimur mörkum við áður en blásið var til leiksloka og urðu lokatölur því 0:3 fyrir Elíasi Má og félögum.

Eftir þrjár umferðir er Nimes í þriðja sæti deildarinnar með tvo sigra og eitt jafntefli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024