Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías Már á skotskónum í Hollandi
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 08:34

Elías Már á skotskónum í Hollandi

Elías Már Ómarsson skoraði eitt fjögurra marka Excelsior sem sigraði AZ Alkmaar 4-2 í lokaumferðinni í efstu deild Hollands í knattspyrnu.
Keflvíkingurinn skoraði þrjú mörk um síðustu helgi en hann hefur nú skorað 13 mörk í 30 leikjum á leiktíðinni.
Þrátt fyrir sigur Excelsior í gær var ljóst að liðið myndi ekki ná að tryggja sér öruggt sæti í deildinni og mun því fara í umspil um fallið við lið úr B-deildinni í Hollandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024