Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Elías í lokahópnum hjá U-17
Þriðjudagur 13. mars 2012 kl. 14:39

Elías í lokahópnum hjá U-17



Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í U-17 ára landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem leikur í milliriðli EM dagana 20. - 25. mars næstkomandi. Riðillinn verður leikinn í Skotlandi og eru mótherjar Íslendinga, auk heimamanna, Danir og Litháar. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Dönum, 20. mars og Skotar eru mótherjarnir tveimur dögum síðar. Lokaleikurinn í riðlinum er svo gegn Litháen, 25. mars.

Elías dvaldi á dögunum hjá Íslendingaliðinu Reading í Englandi þar sem hann æfði með unglingaliði félagsins. Stutt spjall við Elías mun birtast í næsta blaði Víkurfrétta.

Hópinn má sjá hér.


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25