Elías á leið til Noregs
Semur við Valerenga
Allt útliit er fyrir að Keflvíkingurinn efnilegi Elías Már Ómarsson, muni á næstu dögum ganga til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Valerenga. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Elías sem kjörinn var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar, fór til Noregs eftir tímabilið og dvaldi um stund hjá liðinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Elías að um stórt skref væri að ræða en öll aðstaða væri til fyrirmyndar hjá félaginu.