Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 14:10

Eldri borgarar taka þátt í landsmótinu

Landsmót UMFÍ verður haldið næstu helgi á Sauðárkróki og er búist við töluvert mikið af fólki. Þetta er í fyrsta skiptið sem eldri borgurum á Íslandi er boðið að taka þátt í hinum og þessum keppnisgreinum. Eldri borgarar í Reykjanesbæ verða með 38 manns sem taka þátt í landsmótinu og eru þar nokkur keppnislið. Til að mynda verða 3 lið sem keppa í pútti, 3 lið sem keppa í boccia ásamt því sem að 5 manna hópur verður með leikfimi og dans. Einnig verða þau með sýningaratriði þar sem 8 manna hópur sýnir línudans. Þau hafa æft stíft síðastliðna daga og búast má við skemmtilegri keppni í púttinu og boccia.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024