Eldri borgarar rökuðu inn verðlaunum
Eldri borgarar frá Reykjanesbæ tóku þátt í landsmóti UMFÍ á Sauðarkróki sem haldið var síðustu helgi. Félagsskapur sem heitir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra stóð fyrir því að eldri ungmennafélagar tækju þátt í landsmótinu, og er þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert. Um 200 eldri ungmennafélagar tóku þátt víðs vegar að af landinu.Hópurinn frá Reykjanesbæ var afar sigursæll, sópaði að sér verðlaunum. Gull, silfur og brons í Pútti og gull og silfur í Boccia.
Einnig tók hópurinn þátt í glæsilegri leikfimisýningu þar sem 130 manns sýndu leikfimidansa, og línudansarar voru einnig með sýningaratriði. Allir stóðu sig með mikilli prýði og voru bænum sínum til sóma í alla staði. Eldri ungmennafélagar í Reykjanesbæ vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem styrktu þessa fyrstu þátttöku þeirra í Landsmóti UMFÍ.








