Íþróttir

Föstudagur 3. maí 2002 kl. 11:24

Eldri borgarar keppa í billiard

Billiardmót eldri borgara í Reykjanesbæ var haldið í Fjörheimum í vikunni. Um 20 keppendur voru á mótinu og var spilað á þremur billiardborðum. Gunnar Oddsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar setti mótið sem þótti takast mjög vel.

Úrslit urðu þessi:
1. sæti Sveinn
2. sæti Ingvi
3. sæti Ása
(ekki fengust gefin upp eftirnöfn keppenda)

Einnig voru veitt verðlaun fyrir áhugasamasta billiardspilarann en þar sem of erfitt þótti að velja á milli keppenda var einfaldlega dregið úr öllum nöfnunum og var það Jón Olsen sem datt í lukkupottinn. Fjörheimar gáfu einnig einum heppnum keppanda kjuða að gjöf og var það Heiðar sem hlaut hann en þar var einnig degið úr potti.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25