Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 28. júní 2002 kl. 13:41

Eldri borgarar byrjaðir að pútta á ný

Púttvöllurinn í Reykjanesbæ hefur fengið smá andlytsliftingu fyrir sumarið en búið er að setja nýtt grindverk í kringum hann ásamt ýmsum minniháttar viðgerðum. Sumarið er sá tími sem eldri borgarar og aðrir leggja leið sína á völlinn og því þarf hann að vera í topp ástandi svo hægt sé að spila hann. Púttið hefur notið vaxandi vinsælda í Reykjanesbæ undanfarin ár enda um góða og skemmtilega útiveru að ræða.Nú eru púttmót eldri borgara komin af stað og munum við á Víkurfréttum reyna að fylgjast með úrslitum úr þeim og tökum við vel á móti upplýsingum og úrslitum úr mótunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024