Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ekki reyndust fleiri smitaðir hjá Grindavík
Grindvíkingar mæta Þór Akureyri á Grindavíkurvelli á morgun og geta nú einbeitt sér að þeim leik. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 15. júlí 2021 kl. 06:05

Ekki reyndust fleiri smitaðir hjá Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti á Facebook-síðu sinni seint í gærkvöld að allur leikmannahópur, starfslið og þjálfarar karlaliðs Grindavíkur hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær. Það þýðir að ekki hafa fleiri úr leikamannahópi og starfsliði karlaliðs Grindavíkur smitast af Covid-19.

Jákvæðar fréttir úr herbúðum Grindavíkur og jafnframt skal tekið fram að öllum leikmönnum líður vel og sömu sögu er að segja af þeim leikmanni sem greindist smitaður í sýnatöku í fyrradag.

Þetta eru góðar fréttir því framundan er mikilvægur leikur Grindvíkinga gegn Þór Akureyri á Grindavíkurvelli á morgun. Grindvíkiingar eru í harðri toppbaráttu í deildinni en Grindavík er sem stendur í fjórða sæti Lengjudeildar karla, með jafnmörg stig og Kórdrengir sem eru í þriðja sæti og þremur stigum á eftir ÍBV sem er í næstefsta sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024