Ekki í leikæfingu né góðu formi en yrði mikil lyftistöng fyrir Grindavík
Hinn geðþekki leikmaður Lee Sharpe mætti á æfingu með Grindavíkurliðinu í gærkvöldi í Reykjaneshöllinni. Hann sýndi oft á tíðum skemmtilega takta. Það var þó greinilegt að hann var ekki í leikæfingu né í góðu líkamlegu formi, segir á vef Grindavíkur í dag.Samt sem áður var gaman að fylgjast með þessum frábæra leikmanni, segir á vefnum. Hann átti góða spretti inn á milli en það var greinilegt að hann sparaði sig á æfingunni enda var hann aðeins að líta á aðstæður og hreyfa sig aðeins. Það fór náttúrulega ekki á milli mála að hér er á ferðinni afburðaleikmaður, knatttækni og sendingar hans voru slíkar. Auk þess var skemmtilegt að fylgjast með boltalausum hlaupum hans og hvernig hann las leikinn. Það fer ekki á milli mála að ef úr verður og Sharpe kemur sér í betra form mun hann án efa verða mikil lyftistöng fyrir félagið og íslenska knattspyrnu.
Leikmenn voru sammála um að hér er á ferðinni leikmaður sem getur komist í hæsta gæðaflokk hvar sem er. Að æfingu lokinni var haldinn samningafundur með leikmanninum og reiknað er með að hann gefi svar á næstu vikum. Lee Sharpe fór af landi brott í morgun til London, segir ennfremur á vef knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Leikmenn voru sammála um að hér er á ferðinni leikmaður sem getur komist í hæsta gæðaflokk hvar sem er. Að æfingu lokinni var haldinn samningafundur með leikmanninum og reiknað er með að hann gefi svar á næstu vikum. Lee Sharpe fór af landi brott í morgun til London, segir ennfremur á vef knattspyrnudeildar Grindavíkur.