Ekki dagur Þróttara
Þróttur Vogum tapaði 0-2 á heimavelli sínum gegn Álftanesi, í seinni leik liðanna í úrslitarimmu um sæti i 3. deild karla í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Áltnesinga og því urðu Þróttarar af sæti í 3. deild. Gestirnir frá Álftanesi skoruðu í hvorum hálfleiknum, en seinna markið kom eftir harða hríð að marki Álfnesinga. Þá má segja að öll nótt hafi verið úti fyrir Vogamenn enda þurftu þeir að skora þrjú mörk. Skiljanlega voru Vogamenn sársvekktir í leikslok enda liðið aldrei verið eins nálægt því að komast upp um deild. Glæsilegt sumar að baki hjá Þrótturum sem geta gengið stoltir frá borði.
Það var talsverð stemning á leiknum og fjölmargir í stúkunni.
Páll Guðmundsson fékk góð færi í leiknum.
VF/Myndir Hilmar Bragi.