Ekkert virðist stöðva Keflvíkinga
Sjöundi sigurinn í röð
Keflvíkingar unnu sinn sjöunda leik í röð í úrvalsdeildi kvenna í körfubolta í gær. Sigur vannst á erfiðum útivelli að þessu sinni en andstæðingarnir voru Snæfellskonur. Lokatölur urðu 68-69 fyrir gestina frá Keflavík. Hjá Keflvíkingum voru þær Porsche Landry og Bryndís Guðmundsdóttir atkvæðamestar. Það eru svo gleðitíðindi fyrir Keflvíkinga að Birna Valgarðsdóttir er mætt aftur til leiks en hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Keflavík hefur núna fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir.
Tölfræði leiks hér að neðan.
Snæfell-Keflavík 68-69 (15-20, 22-17, 15-20, 16-12)
Keflavík: Porsche Landry 26/5 fráköst/8 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 18/12 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.