Ekkert stöðvar Keflavíkurstúlkur, Víðir færist nær botninum
Keflavíkurstúlkur unnu enn einn stórsigurinn í 1. deild kvenna í gærkvöldi þegar þær lögðu Ægi að velli, 17-1.
Þessi úrslit eru í takt við gengi liðsins í sumar þar sem það hefur haft mikla yfirburði og unnið alla sína leiki. Markatala liðsins er 79-2 í 7 leikjum!
Þá tapaði Víðir enn einum leiknum í 2. deild karla, nú gegn KFS, 4-2. Staðan í hálfleik var 2-1 en Rafn Markús Vilbergsson og Edvin Jónsson skoruðu mörk Garðsmanna.
Víðir er nú í áttunda sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsætinu