Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ekkert gekk upp
Mánudagur 31. október 2005 kl. 15:22

Ekkert gekk upp

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir Haukum í Iceland Express-deild kvenna í gær, 66-48. Keflavík hefur oft átt betri leiki, en skotnýting þeirra var með því verra sem sést hefur á þeim bænum lengi.

Meistararnir fengu mikið af opnum færum um allan völl en ekkert virtist vilja ofan í körfuna. Þær héldu engu að síður í við Hauka, sem nutu þess að Helena Sverrisdóttir er komin á fullt eftir meiðsli, allt fram í síðasta leikhluta.

„Þetta var bara einn af þeim dögum sem ekkert virðist ganga upp,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari, í samtali við Víkurfréttir. „Það var auðvitað leiðinlegt að tapa þessum leik, en þetta er kannski kjaftshöggið sem við þurfum til að minna okkur á að við þurfum að mæta tilbúin í alla leiki. Það er búin að vera að tala um að við þurfum bara að mæta til að vinna leiki, en þessi leikur sýnir okkur að deildin í ár er mjög jöfn. Það eru 3 til 4 sterk lið í deildinni sem geta gert góða hluti, en ég veit það að þegar við náum að spila vel vinnum við hvern sem er.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024