Ekkert fær stöðvað Keflavíkurstúlkur - 13. sigurinn í röð
	Suðurnesjaliðin léku öll í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag.  Keflavíkurkonur unnu sinn þrettánda leik í röð þegar þær fengu Valskonur í heimsókn í Toyotahöllina. Keflavík vann góðan sigur 71:66 og þú svo munurinn hafi aðeins verið fimm stig í lokin var sigurinn nokkuð sannfærandi.
	Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 21 stig en Alberta Auguste skoraði 16 stig fyrir Val. Í Grindvík burstuðu heimasæturnar gesti sína úr Grafarvoginum 81:63 og Grindavíkurkonur eru að vakna til lífsins eftir afar dapra byrjun á mótinu. 
	Loks voru það Snæfell sem mættu í Ljónagryfjuna í heimsókn til meistara Njarðvíkur. Sú heimsókn var þeim lukkulega þar sem þær hirtu sigurinn en hann stóð hinsvegar tæpt því aðeins 2 stig skildu liðin í lokinn 68:70 og Lele Hardy var hársbreidd frá því að jafna leikinn og þvinga framlengingu.

	-

	-

	-

	-


 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				