Eitt stærsta sundmót ársins nú í Reykjanesbæ
Nú er Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi hafið hér í Reykjanesbæ. 16 félög taka þátt í mótinu í ár og er þetta eitt stærsta mót ársins á vegum SSÍ. Þetta mót er liðakeppni og fá sundmenn stig fyrir fyrstu 9 sætin í hverri grein. ÍRB vann keppnina í fyrra eftir harða keppni við sundlið Ægis. Mótið er frá fimmtudagsmorgni til sunnudagskvölds en þá endar mótið í með lokahófi sem haldið verður í Stapa. Hægt er að fylgjast með úrslitum á www.keflavik.is/sund og á www.umfn.is/sund