Eiríkur Leifsson ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Eiríkur Leifsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hann tekur við af Ingvari Guðjónssyni sem hættir eftir rúman áratug en hann er orðinn framleiðslustjóri hjá Optimal.
Eiríkur er 43 ára og búsettur í Grindavík. Hann hefur setið í stjórn knattspyrnudeildarinnar í ár. Eiríkur tekur formlega til starfa hjá knattspyrnudeildinni í byrjun janúar. Alls sóttu sex einstaklingar um starfið.