Einvígið hefst í dag
Í dag kl. 17:00 mætast Keflavík og Haukar í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni í Keflavík en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitin og mætir annaðhvort KR eða Grindavík í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn.
Keflavík og Haukar hafa marga hildina háð og því er von á skemmtilegu einvígi. Borgarskot Iceland Express heldur áfram í úrslitakeppninni og þeir sem mæta í Toyotahöllina í dag geta átt von á því að vinna sér inn ferð fyrir tvo til Varsjá í Póllandi.
VF-Mynd/ [email protected] - Mikið mun mæða á Ingibjörg Elvu fyrirliða Keflavíkur í dag og í næstu viðureignum gegn Haukum.