Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einn útlendingur leyfður í körfunni
Laugardagur 16. mars 2013 kl. 15:25

Einn útlendingur leyfður í körfunni

Fyrirtækjabikarnum breytt

Á ársþing KKÍ sem lauk fyrir skemmstu var samþykkt svokölluð 4+1 regla með naumum meirihluta atkvæða. Það þýðir að einungis má einn erlendur leikmaður spila á vellinum hverju sinni í efstu deild karla í körfubolta. Íslenskir leikmenn verða því í burðarhlutverkum á næsta tímabili og ljóst að erlendum leikmönnum mun fækka talsvert. Verður þá sama fyrirkomulag í efstu deild karla, efstu deild kvenna og næst efstu deild karla.

Þá var fyrirkomulagi í fyrirtækjabikar breytt og verður hann nú leikinn fyrir upphaf Íslandssmóts og er átta liða úrslitum bætt við. Fjölmörg mál voru til umræðu á þinginu og voru miklar umræður í nefndum á föstudagskvöldið. Kosningar fóru svo fram á laugardag og voru miklar umræður þar um ákveðin mál og jafnar kosningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024