Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einn stærsti leikur ársins í Keflavík á fimmtudag
Þriðjudagur 25. júlí 2017 kl. 12:00

Einn stærsti leikur ársins í Keflavík á fimmtudag

Einn stærsti leikur ársins verður í Keflavík á fimmtudaginn þegar að topplið Fylkis kemur í heimsókn og mætir Keflvíkingum í Inkasso-deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
 
Með sigri komast Keflvíkingar á toppinn í deildinni. Þeir skipa núna annað sætið með 27 stig en Fylkir er á toppnum með 29 stig.
 
Leikurinn verður kl. 19:15 á fimmtudagskvöld og verður sýndur í sjónvarpi. Það skiptir Keflvíkinga hins vegar máli að stuðningsmenn fjölmenni á völlinn og styðji liðið í svona mikilvægum leik.
 
Meðfylgjandi er myndskeið sem Davíð Örn Óskarsson hefur tekið saman fyrir leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024