Einn sá efnilegasti í heimi í Njarðvík
Malasíski leikmaðurinn Luqman Hakim tekur slaginn með Njarðvík í Lengjudeildinni í sumar
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við belgíska úrvalsdeildarklúbbinn K.V. Kortrijk um að fá Luqman Hakim lánaðan fyrir baráttuna í Lengjudeildinni í ár, samningurinn gildir út tímabilið 2023.
Luqman Hakim er sóknarsinnaður leikmaður frá Malasíu og hefur leikið tvo A landsleiki fyrir Malasíu, þá hefur hann leikið fjölmarga leiki með yngri landsliðum.
Hakim er tvítugur að aldri en hann komst á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims árið 2019. Hann var keyptur til K.V. Kortrijk frá heimalandi sínu árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í tveimur leikjum fyrir félagið í belgísku úrvalsdeildinni. Þar á meðal í einum leik á þessari leiktíð. Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir U21 árs og varalið félagsins.
Hakim er nú þegar kominn til landsins og verður gaman að fylgjast með þessum spennandi leikmanni í grænu treyjunni.
Að neðan má sjá myndskeið frá fyrstu æfingu Hakim með Njarðvík – íslensk veðrátta tók honum fagnandi.