Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 13. apríl 2002 kl. 16:48

„Einn leikur eftir“ - sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga

„Ég er sáttur við að við náðum að komast til baka eftir slappan fyrri hálfleik og að koma til baka og sigra seinni hálfleikinn með 20 stigum er lyginni líkast. Keflavík var að hitta vel úr þristum í fyrri hálfleik og lykillinn hjá okkur er að stoppa það og við gerðum það í þeim seinni...„Við náðum að þreyta Damon mikið og hann var orðinn örþreyttur í lokin enda mæðir mikið á honum í þessu liði. Hann spilaði þó vel. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldið og nú er bara einn leikur eftir“

Friðrik Stefánsson miðherji Njarðvíkinga var ánægður þegar blaðamaður Víkurfrétta náði tali á honum eftir leikinn: „ Þetta var skemmtilegur leikur þar sem hálfleikarnir voru miklar andstæður. Þeir voru með yfirburði í fyrri hálfleik og skutu okkur í kaf en í þeim síðari þéttum við vörnina og þá fór þreytan að segja til sín hjá þeim. Við erum að spila hreyfanlega liðsvörn og reynum að leggja áherslu á að stoppa Damon eins og aðra í liðinu. Það er því bara að vona að þetta sé sigurformúlan“
Er þetta búið?
„ Nei, er þetta nokkuð búið fyrr en feita kerlingin syngur?“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024