Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Einn besti leikmaðurinn í Subway deild kvenna til UMFN
Isabella og Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN við samningagerðina í Ljónagryfjunni. Mynd/ JBÓ-UMFN.IS
Þriðjudagur 1. nóvember 2022 kl. 09:37

Einn besti leikmaðurinn í Subway deild kvenna til UMFN

Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi í kvöld við kvennalið Njarðvíkur og mun ljúka tímabilinu með Ljónynjum. Um gríðarlegan hvalreka er að ræða enda Isabella í hópi sterkustu leikmanna deildarinnar, segir á umfn.is.

Í þeim sjö deildarleikjum sem Isabella Ósk hefur leikið með Breiðablik á tímabilinu hefur hún verið með 12,3 stig og 13,3 fráköst að meðaltali í leik og tæpa 22 framlagspunkta að jafnaði sem gerir hana að sjöunda framlagshæsta leikmanni deildarinnar þegar þetta er ritað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Koma Isabellu styrkir hópinn okkar gríðarlega enda er hér á ferðinni einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Við fögnum því að fá Isabellu í Ljónagryfjuna og erum spennt að sjá hvernig henni gangi að ná utan um þræðina í okkar liði,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari.

Í samtali við Isabellu við undirskriftina sagði hún að tími hefði verið kominn til að leita á ný mið. „Ég vissulega kveð Blika með söknuði enda mitt uppeldisfélag en held nú inn í toppbaráttuna með Njarðvík. Mér hefur fundist liðið mjög spenanndi í Njarðvík og er spennt að hefja störf með Rúnari, Lárusi og þessum sterka hóp.“