Einhvern tíma er allt fyrst
Það gerðust sannarlega stór tíðindi í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær þegar Breiðablik heimsótti Njarðvík í drengjaflokki. Blikar fóru með sigur af hólmi, 53-49 og er þetta í fyrsta skipti sem 89 árgangur Njarðvíkur tapar á heimavelli frá því þeir hófu að leika körfubolta. Í raun er þetta aðeins fjórða tap árgangsins í sögunni.
89 árgangur Njarðvíkur er einn sigursælasti árgangur Íslandssögunnar og hefur unnið Íslandsmeistaratitil í öllum flokkum frá minnibolta 11 ára upp í 11. flokk.
Fyrirliðið Njarðvíkur öll þessi ár var Rúnar Ingi Erlingsson og merkilegt nokk þá er hann kominn í raðir Blika núna og var lykilmaður þeirra í sigrinum í gær og skoraði 23 stig.
Hér kemur stigaskor þessa margumtalaða 89 árgangs Njarðvíkur í leiknum í gær: Hjörtur Hrafn Einarsson 20 stig, Friðrik Óskarsson 12, Elías Kristjánsson 7, Ragnar Ólafsson 6, Róbert Tóbíasson 4.
VF-Mynd/ Úr safni - Rúnar Ingi Erlingsson klekkti á sínum gömlu félögum í gærkvöldi.