Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einbeita sér að því að bæta fyrir það tjón sem orðið er
Laugardagur 14. maí 2005 kl. 14:02

Einbeita sér að því að bæta fyrir það tjón sem orðið er

Víkurfréttum hefur borist fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Keflavíkur vegna mála Guðjóns Þórðarsonar. Hún er svohljóðandi:

„Vegna fyrirvaralausrar uppsagnar  Guðjóns Þórðarsonar á samningi við Knattspyrnudeild Keflavíkur vill stjórn deildarinnar að eftirfarandi komi fram:
Stjórn deildarinnar kannast ekki við vanefndir á samningi við Guðjón Þórðarson.
Stjórnin lagði einmitt á það áherslu að samningur aðila væri efndur enda miklar væntingar gerðar til starfa Guðjóns í okkar þágu.
Þessi óvænta staða aðeins þremur dögum fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni er því forvígismönnum, stuðningsmönnum og ekki síst leikmönnum Keflavíkur gríðarlega mikil vonbrigði.
Forsvarsmenn félagsins hafa ákveðið að tjá sig ekki frekar um málið í fjölmiðlum heldur einbeita sér að því að bæta fyrir það tjón sem þessi staða veldur félaginu. 

Reykjanesbær 13. maí 2005.

Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024