Einar skrifaði undir tveggja ára samning við Blika
Einar Árni Jóhannsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Breiðabliks. Einar tekur við sem þjálfari meistaraflokks félagsins og þá mun Einar einnig vera yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu. Einar tekur við af Bojan Desnica sem þjálfari meistaraflokks Breiðabliks en Blikar leika í 1. deild karla.
Í fréttatilkynningu frá KKD Breiðabliks segir að árangur yngri flokka félagsins hafi verið ágætur og að iðkendum hafi fjölgað jafnt og þétt. Ennfremur segir að efniviðurinn sé til staðar og að það verði á meðal hlutverka Einars hjá félaginu að vinna að því að ná enn betri árangri, bæði hvað fjölda iðkenda varðar og bættan árangur.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa fengið Einar til starfa og væntir mikils af samstarfinu við hann. Skemmst er þess að
Þess má geta að Breiðablik leikur í 1. deild rétt eins og Þróttur Vogum en þjálfari Þróttar er Ingvi Steinn Jóhannsson, bróðir Einars svo gera má ráð fyrir ærlegum bræðrabyltum í 1. deildinni á næstu leiktíð.
VF-mynd/ [email protected] - Einar Árni Jóhannsson nýráðinn þjálfari Breiðabliks og Pétur Hrafn Sigurðsson formaður KKD Breiðabliks.