Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Einar Orri nýliði í U-21 hópnum
Laugardagur 14. maí 2011 kl. 11:12

Einar Orri nýliði í U-21 hópnum

Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson er einn fjögurra nýliða í 40 manna leikmannahópi landsliðs Íslands 21 árs og yngri sem keppir á Evrópumótinu í Danmörku í sumar. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í vikunni og mun síðan velja 23 leikmenn sem hann mun fara með til Danmerkur í sumar.
Einar Orri hefur verið í byrjunarliði Keflvíkur í fyrstu þremur leikjunum og staðið sig vel.
Tveir aðrir Suðurnesjamenn, Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur og Jósef Kristinn Jósefsson, Grindvíkingur en atvinnumaður hjá Chernmorets eru í leikmannahópnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndunum má sjá Einar Orra að ofan en Jósef að neðan.