Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Orri framlengir við Keflavík
Miðvikudagur 5. desember 2012 kl. 16:07

Einar Orri framlengir við Keflavík

Einar Orri Einarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og verður hjá félaginu til ársloka 2015..

Einar Orri Einarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og verður hjá félaginu til ársloka 2015.  Samningur Einars gilti til ársins 2014 en hefur nú verið framlengdur.

Einar Orri er nýorðinn 23ja ára og hefur leikið með Keflavík allan sinn feril. Hann lék fyrst með meistaraflokki árið 2005 og á að baki 84 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim tvö mörk. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann hefur einnig leikið 12 bikarleiki og 4 Evrópuleiki fyrir félagið.  Einar Orri lék með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands.