Einar Orri framlengir hjá Keflavík
Einar Orri Einarson, hinn ungi og efnilegi miðjumaður knattspyrnuliðs Keflavíkur hefur skrifað undir 3ja ára samning við knattspyrnudeildina.
Einar Orri, sem er 18 ára gamall, hefur leikið með meistaraflokki síðustu ár og er einn af vonastjörnum liðsins. Segir á heimsíðu félagsins að forráðamenn séu afar ánægðir með að hafa tryggt sér starfskrafta Einars Orra næstu ár og eru vissir um að hann eigi eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.
Mynd/keflavik.is - Einar Orri ásamt Rúnari V. Arnarsyni, formanni ksd Keflavíkur, og Hjördísi Baldursdóttur, gjaldkera.