Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Orri áfram Keflvíkingur
Settu blek á blað: Einar Orri og Nonni Ben formaður náðu að semja.
Föstudagur 27. nóvember 2015 kl. 17:10

Einar Orri áfram Keflvíkingur

Skrifar undir eins árs samning

Miðjumaðurinn öflugi Einar Orri Einarsson mun leika með Keflvíkingum í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Einar skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag, en um tíma var útlit fyrir að hann myndi hugsanlega reyna fyrir sér á nýjum slóðum.

Einar Orri sem er 26 ára hefur alla tíð leikið með Keflvíkingum, sagði í samtali við Fótbolta.net á dögunum að erfiðlega gengi að semja við æskufélagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er með öðruvísi sýn á þetta en stjórnin. Það er stundum þannig í samningaviðræðum þannig að þetta var aðeins sett í frysti. Það er ekkert útilokað að það náist samningar en það er ekkert í gangi núna,“ sagði Einar í síðustu viku. Samningar náðust þó að lokum.

Keflvíkingar undir forystu Þorvaldar Örlygssonar halda því flestum sínum sterkustu mönnum og hafa bætt við við hópinn, m.a. með komu heimamannsins Jónasar Guðna Sævarssonar.